29.01.2013 23:00

Verklagsreglur fyrir stoðkerfisæxli

Leitast er við að öll greining og meðferð sarkmeina fari fram í teymisvinnu þannig að:

1. Skoðun og mat á einstaklingi með grun um eða staðfest sarkmein fari fram í Endurkomudeild G3 á Landspítala í Fossvogi. Þar eru fyrirliggjandi rannsóknir (einnig utanspítala) teknar fram á Röntgendeildinni og viðbótarrannsóknir pantaðar (Röntgenlæknir).

2. Nauðsynlegar rannsóknir við mat á sarkmeinum eru:
a. MR af mjúkvefjum og rtg + CT af beinum
b. Fínnálarsýni, grófnálarsýni, vefjasýni, allt eftir eðli æxlis á mynd
c. CT af lungum, beinascann

3. Krabbameinslæknir og skurðlæknir gera stigun og taka ákvörðun um meðferð í samráði við meðferðarteymi SSG í Svíþjóð.

 

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 43470
Samtals gestir: 15417
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 22:03:08