19.12.2019 21:35

25.01.2018 18:53

09.11.2017 14:55

28.12.2016 15:10

28.12.2016 15:08

17.02.2013 13:29

Hvað er sarkmein (e. sarcoma)

"Krabbamein í bandvef, beinum og vöðvum, svokölluð sarkmein, eru hópur sjaldgæfra sjúkdóma, með mjög mismunandi hegðun og einnig horfur. Þessi æxli eru um 1-2% allra illkynja æxla á Íslandi. Á árunum 2006-2010 var aldursstaðlað nýgengi 4,8 af 100.000 hjá körlum og 4,9 af 100.000 hjá konum. Þessi æxli eru yfirleitt algengari hjá eldra fólki, en sum æxli geta einnig komið fyrir hjá börnum. Orsakir þessara krabbameina eru að mesu leyti óþekktar". (Krabbamein á Íslandi 2012, bls 84; ritstj.Jón Gunnlaugur Jónasson og Laufey Tryggvadóttir, útg. Krabbameinsfélagið 2012)

29.01.2013 23:00

Verklagsreglur fyrir stoðkerfisæxli

Leitast er við að öll greining og meðferð sarkmeina fari fram í teymisvinnu þannig að:

1. Skoðun og mat á einstaklingi með grun um eða staðfest sarkmein fari fram í Endurkomudeild G3 á Landspítala í Fossvogi. Þar eru fyrirliggjandi rannsóknir (einnig utanspítala) teknar fram á Röntgendeildinni og viðbótarrannsóknir pantaðar (Röntgenlæknir).

2. Nauðsynlegar rannsóknir við mat á sarkmeinum eru:
a. MR af mjúkvefjum og rtg + CT af beinum
b. Grófnálarsýni eða vefjasýni, allt eftir eðli æxlis á mynd
c. CT af lungum, PET scann

3. Krabbameinslæknir og skurðlæknir gera stigun og taka ákvörðun um meðferð í samráði við meðferðarteymi SSG í Svíþjóð.

 

29.01.2013 22:02

Hvernig hef ég samband?

1. Senda bréf með tölvupósti (sarkmein@lsh.is) eða með því að smella á póstfangið (icesg@lsh.is) til hægri á síðunni!

 

2. Senda bréf til:

Sarkmein - Bæklunarskurðdeild

Landspítali Fossvogi

108 Reykjavík

 

3. Nauðsynlegar upplýsingar:

Kennitala, símanr sjkl, staður rannsókna

 

4. Í báðum tilvikum láta sjkl vita að mál hans hafi verið sent til IceSG og haft verði samband við hann fljótlega!

  • 1
Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 21696
Samtals gestir: 7378
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:18:15